Upplřsingafundur um st÷­u mßla Ý GrŠnlandi Ý gŠr

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið (GLIS) stóð fyrir upplýsingafundi um stöðu mála í Grænlandi í gær. Í heimsókn voru 14 fulltrúar frá viðskiptaráði Sermersooq, sem er stærsta sveitastjórnarsvæði í heiminum. Svæðinu tilheyrir höfuðstaður Grænlands Nuuk og einnig bæirnir á austurströnd Grænlands. Áhugi íslenskra fyrirtækja var mikill á fundinum og var húsfyllir.

Á fundinum kynntu nokkur íslensk fyrirtæki þjónustu sína. Grænlendingarnir fóru yfir stöðu mála í Grænlandi með tilliti til væntanlegrar olíu- og námavinnslu auk annara brýnna verkefna og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna . Fram kom í máli Martin Ben Shalmi formanns viðskiptaráðsins  að lykill að aðgengi íslenskra fyrirtækja væri gott samstarf við grænlensk fyrirtæki á jafnréttisgrundvelli. Grænlendingar hefðu mikla þekkingu á ýmsum sviðum. Fyrirtæki eru mörg smá og þurfa samstarf til að taka á komandi áskorunum.  Sigurður Skagfjörð Sigurðsson formaður GLIS sagði þennan fund sanna að mikil þörf væri fyrir gagnkvæmum heimsóknum og tengingum fyrirtækja og stofnana í löndunum tveim. Það er einn megintilgangur GLIS og því vel af stað farið. Á fundinum voru íslensk skipafélög, flugfélög, þyrluþjónustur, bankar, námufélag, verkfræðistofur, verktaka, endurskoðendur  og fleiri áhugasamra aðila um framtíðarmöguleika landanna beggja. Áður hafði grænlenska sendinefndin farið í fyrirtækjaheimsókn til Flugfélags Íslands, Landsbankans og Hampiðjuna. GLIS áformar fleiri atburði á komandi misserum meðal annars viðskiptaferð til Nuuk í október í samstarfi við Íslandsstofu.