Kaupstefna í Nuuk, dagana 24.-26. október

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið, Íslandsstofa og Flugfélag Íslands, auglýsa eftir áhugasömum fyrirtækjum til þátttöku í kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 24.-26. október.
Um er ræða þriggja daga ferð þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að taka þátt í sýningu sem haldin verður í menningarhúsinu Katuaq og jafnframt að eiga fundi með grænlenskum fyrirtækjum.

Þátttaka í ferðinni skapar íslenskum fyrirtækjum, með áhuga á grænlenska markaðnum, einstakt tækifæri til að hitta heimamenn og stofna til viðskiptasambanda.

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að utanríkisráðuneytið opnar nú í sumar aðalræðisskrifstofu í Nuuk og verður Ísland fyrsta landið til að setja upp slíka skrifstofu á Grænlandi. Undirbúningshópurinn hefur þegar fundað með væntanlegum aðalræðismanni og ljóst er að tilkoma skrifstofunnar verður mikill styrkur fyrir undirbúning og framkvæmd kaupstefnunnar.

Nánari dagskrá mun liggja fyrir síðar en búast má við að efnt verði til ýmissa viðburða í tilefni af kaupstefnunni.

Kostnaður á fyrirtæki er áætlaður um 250.000 kr. Innifalið er flug og gisting á Hotel Hans Egede fyrir einn starfsmann, kynningaraðstaða á sýningunni í Katuaq og bókun á tvíhliða fundi.

Umsóknareyðublað má nálgast hér og sendist útfyllt á Aðalstein Sverrisson fyrir 1. julí

Nánari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir