═slendingar Ý stjˇrnum grŠnlenskra fyrirtŠkja

Færst hefur í vöxt að Íslendingar opni útibú á Grænlandi, setjist í stjórnir þarlendra fyrirtækja eða komi vörum á markað.

Nú í ársbyrjun settist Haukur Óskarsson, Mannviti, í stjórn hafnarinnar í Nuuk, en stofnað hefur verið sérstakt félag um rekstur hennar. Fyrirtækinu hefur verið valið nafnið Sikuki Harbour A/S . Nýverið var samþykkt stækkun hafnarinnar á grænlenska landsþinginu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið 2016 og kostnaður verði um 700 milljónir danskra króna. 
 

Á liðnu ári settist  Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og MP banka, í stjórn KNI á Grænlandi, en það er eitt stærsta fyrirtæki landsins og annast um þjónustu að miklu leiti fyrir íbúa landsins. Meðal þess sem félagið sér um eru olíuflutningar, verslunarrekstur, dreifingu, vefverslun, rekstur fríhafna, sláturhúsarekstur og annað sem tengist landbúnaði. 

KNI er 100% í eigu grænlenska ríkisins, en eitt markmið þess er að sama verð sé um allt landið. Á móti kemur að í stærri þéttbýliskjörnum er talið að einkageirinn geti staðið undir samkeppni og því er rekstur fyrirtækisins takmarkaður eða enginn á stöðunum.

Opna starfsstöðvar
TVG-Zimsen hefur skrifað undir samstarfssamning við flutningsmiðlunina Royal Arctic Logistics á Grænlandi sem er dótturfyrirtæki Royal Arctic Line og er með höfuðstöðvar í Nuuk. Með þessum samstarfsamningi mun TVG-Zimsen auka umsvif sín verulega á Grænlandi. Sjá meira hér

Íslenskir fjallaleiðsögumenn komu á fót starfsstöð á Grænlandi á síðasta ári, en þar hefur fyrirtækið verið með ferðir í rúmlega 17 ár.

66 Norður selur sína framleiðslu í stærstu útvistarbúðinni í Nuuk , Ittu, sem er staðsett í verslunarmiðstöðinni Nuuk Center svo fátt eitt sé upp talið.