Samstarfsa­ili og fjßrfestir ˇskast vi­ byggingu fiskvinnslust÷­var Ý Nuuk Grænlenska fyrirtækið Arctic Constructeri ApS í Nuuk hefur leitað til aðalræðisskrifstofunnar og óskað eftir aðstoð við að finna samstarfsaðila og fjárfesti á Íslandi vegna byggingar og rekstrar fiskvinnslu í Nuuk. Viðkomandi hefur byggingarétt á lóð við aðalhöfnina í Nuuk. Teikningar liggja þegar fyrir að 1.117 fm. fiskvinnslu ásamt 328 fm. skrifstofu og þjónusturými. Kostnaður við bygginguna fullbúna, með öllum búnaði, er áætlaður 35 til 45 m. dkk. Þeir sem kunna að hafa áhuga á þessu eru beðnir um að hafa samband við aðalræðisskrifstofuna, sem mun þá koma á sambandi við viðkomandi.