GrŠnlandsmyndasřning RAX Ý Arion banka: Kristjana Motzfeldt hei­ru­

Sýning ljósmyndarans RAX, Ragnars Axelssonar, með myndum frá Grænlandi var opnuð í Arionbanka á dögunum. Rax færði Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt eintak af bókinni Last Days of the Arctic við athöfn í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni en þar stendur nú yfir sýning á ljósmyndum hans frá Grænlandi.

Myndir Ragnars eru einstök heimild um daglega önn í afskekktustu byggðum heims. Þær sýna litrík þorp, öfluga menningu og langar veiðiferðir út á ísbreiðuna. Ragnar hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndir sínar og þær hafa birst í mörgum helstu frétta- og ljósmyndatímaritum heims. 

Klara Stephensen umsjónarmaður listaverka og sýninga hjá Arion banka, sem átti frumkvæði að sýningunni, lýsti mikilli ánægju með að bankinn væri vettvangur svo magnaðrar sýningar. Viðstaddir athöfnina voru Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri og nokkrir gestir úr ört stækkandi hópi Grænlandsvina.
sjá nánar hér