Ný stjórn og breytingar á samþykktum

Aðalfundur Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í Reykjavík þann 1. febrúar sl. Formaður ráðsins, Árni Gunnarsson, fór yfir síðasta starfsár í byrjun fundar. Í kjölfar þess voru teknar fyrir breytingartillögur á samþykktum ráðsins og kjör nýrrar stjórnar.

Samþykktar breytingartillögur fela í sér eftirfarandi:

 1. Samþykkt ársreikninga fyrir framlengt fjárhagsár 1. janúar 2015 til 31. mars 2016.
 2. Fjárhagsár FRÍS verður framvegis frá 1. apríl til 31. mars
 3. Formaður stjórnar GLÍS - Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins - hefur heimild til að taka ákvarðanir um almenn málefni tengd millilandaráðunum án aðkomu stjórnar.

Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins:

Ísland

 • Árni Gunnarsson, Flugfélag Íslands - formaður
 • Gylfi Sigfússon, EIMSKIP Ísland ehf - varaformaður
 • Elva Gunnlaugsdóttir, Arctic Services
 • Haukur Óskarsson, CEO of Refskegg
 • Hermann Sigurðsson, ÍSTAK

Grænland

 • Arnannguaq Geström, USISAAT
 • Kuno Fencker, Aluu Airlines
 • Svend Hardenberg, Mannvit APS & Greenland
 • Pele Broberg, Aluu Airlines

Samþykktir ráðsins má nálgast hér >>